Inga Erlings

Inga er móðir og einkaþjálfari með brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur heilbrigðum lífstíl. Inga hefur þurft að yfirstíga margar hindranir þegar kemur að heilsu og þekkir það vel hvernig það er að tapa heilsunni og finna hana að lokum aftur. 

"Við erum það sem við borðum og við erum það sem við hugsum" er eitt að lífsmottóum Ingu. Á þessari síðu mun hún leyfa lesendum að skygnast inn í lífstílinn sem bjargaði heilsunni.

 

Allt sem Inga setur fram á þessari síðu eru hennar hugleiðinar og lausnir tengdar heilsu sem hún hefur prófað sjálf og hafa hjálpað henni að takast á við þær hindranir sem hafa orðið á vegi hennar. Hér fara engar staðreyndir fram og gefur Inga sig ekki út fyrir að vera sérfræðingur á þeim sviðum sem hún ræðir um.